Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno veit ekki ástæðuna bakvið slakt gengi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari Nottingham Forest svaraði spurningum eftir 2-2 jafntefli gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liðin mættust í nágrannaslag þar sem mikið var undir fyrir heimamenn í Nottingham en ekkert nema stoltið fyrir þegar föllnu gestina úr Leicester.

„Þetta er erfiður dagur fyrir okkur alla, við vorum betra liðið á vellinum en gerðum varnarmistök til að leyfa Leicester að jafna undir lokin. Okkur leið eins og við værum við stjórn allan tímann og það er mjög sárt að fá ekki öll þrjú stigin," sagði Nuno.

Nottingham Forest er í óvæntri baráttu um Meistaradeildarsæti en gengi liðsins hefur verið slappt undanfarnar vikur. Lærisveinar Nuno hafa aðeins nælt sér í fimm stig af síðustu fimmtán mögulegum.

„Ég veit ekki hver ástæðan er bakvið þetta. Það er hægt að giska á hluti eins og kvíða eða taugar en leikmennirnir sýna það ekki á yfirborðinu. Framtíðin er ekki lengur í okkar höndum eftir þetta tap, núna þurfum við að sigra þá leiki sem eru eftir og treysta á að önnur lið misstígi sig. Við erum að vinna hörðum höndum að því að greina vandann og leysa hann. Þetta er virkilega svekkjandi jafntefli.

„Við megum samt ekki taka neitt af Leicester, þetta er flott lið með mikið af gæðamiklum leikmönnum. Þeir sýndu sitt rétta andlit í dag og voru mjög erfiðir viðureignar."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner