Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Við höfum getuna til að ná langt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Graham Potter stýrði West Ham United til sigurs á Old Trafford í dag, þegar Hamrarnir heimsóttu Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham stekkur upp úr 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og klifrar yfir bæði Man Utd og Tottenham á stöðutöflunni með þessum sigri. Þetta er fyrsti sigur West Ham síðan í febrúar, en liðið hafði tapað fjórum sinnum og gert fjögur jafntefli í síðustu átta leikjum sínum fyrir daginn í dag.

„Stundum tölum við þjálfarar mikið um frammistöður en úrslit eru líka mjög góð. Við höfum átt mjög erfitt uppdráttar að undanförnu og eru þessi úrslit frábær í því samhengi. Strákarnir sýndu sitt rétta andlit, þeir sýndu hvað þarf að gera til að sigra fótboltaleik og er niðurstaðan frábær dagur fyrir alla sem tengjast West Ham United," sagði Potter eftir lokaflautið.

„Það er alltaf hægt að tala um taktík en þegar allt kemur til alls snýst þetta um hugarfar leikmanna. Þetta snýst um metnað, sigurvilja og liðsheild. Við höfum getuna til að ná langt, við þurfum bara að halda áfram að vinna í undirstöðuatriðunum."

Miðjumaðurinn Tomas Soucek skoraði annað markanna í 0-2 sigri og tileinkaði nýfæddum syni sínum.

„Ég er svo stoltur af því hvernig við spiluðum í dag. Við áttum svipaða frammistöðu í síðustu viku en tókst því miður ekki að sigra. Í dag fáum við stigin þrjú og mér finnast þau vera fyllilega verðskulduð. Við börðumst allir saman, pressuðum vel og sýndum mikið hugrekki," sagði Soucek.

„Eitt af því mikilvægasta við minn leik er að vera á réttum stað á réttri stundu og það heppnaðist í dag. Fyrir þremur dögum fæddist sonur minn og ég vil tileinka honum þetta mark."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner