Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 17:36
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: St. Pauli tryggði sæti sitt í efstu deild
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 2 - 2 St. Pauli
1-0 Rasmus Kristensen ('1)
1-1 Manolis Saliakas ('4)
1-2 Morgan Guilavogui ('16)
2-2 Michy Batshuayi ('71)

Nýliðar St. Pauli eru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í efstu deild þýska boltans eftir að hafa sótt jafntefli til Frankfurt í dag.

Rasmus Kristensen tók forystuna fyrir Frankfurt á fyrstu mínútu leiksins en gestirnir svöruðu fyrir sig með mörkum frá Manolis Saliakas og Morgan Guilavogui til að snúa stöðunni við.

St. Pauli, sem er þekkt fyrir aðra hluti en íþróttir, leiddi 1-2 eftir jafnan fyrri hálfleik.

Heimamenn í liði Frankfurt tóku völdin á vellinum í síðari hálfleik en náðu ekki að skapa mörg færi gegn skipulögðum gestum. Michy Batshuayi, fyrrum leikmaður Chelsea, kom inn af bekknum í leikhlé og jafnaði metin fyrir Frankfurt á 71. mínútu.

Meira var ekki skorað og urðu lokatölur 2-2. Þetta stig nægir fyrir St. Pauli til að tryggja sæti sitt í efstu deild, þar sem liðið er núna þremur stigum fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina og með umtalsvert betri markatölu en samkeppnin.

Frankfurt er aftur á móti aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lokaumferðin verður gríðarlega mikilvæg þar sem Frankfurt heimsækir keppinauta sína til Freiburg í því sem gæti reynst úrslitaleikur uppá Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Stuttgart 33 13 8 12 61 51 +10 47
10 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
11 Augsburg 33 11 10 12 34 49 -15 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir