Slúðrað hefur verið um það síðustu daga að Anthony Martial verði með of háar kröfur þegar hann leitar sér að nýju félagi í sumar. Hann hefur yfirgefið Manchester United eftir níu ára veru hjá félaginu, samningur hans rennur formlega út í lok þessa mánaðar.
Sky Sports fékk senda yfirlýsngu frá Philippe Lamboley sem er ráðgjafi Martial. Lamboley neitar því að Martial verði með svakalegar kröfur.
Sky Sports fékk senda yfirlýsngu frá Philippe Lamboley sem er ráðgjafi Martial. Lamboley neitar því að Martial verði með svakalegar kröfur.
„Sem stendur er Anthony í fríi. Við erum að skoða nokkra möguleik og við munum taka okkur tíma."
„Anthony verður heill heilsu og klár í slaginn með nýju félagi. Hann hefur æft eðilega í tvo mánuði."
„Hann er 28 ára. Ég heyri sögur um að hann verði með of háar kröfur til félaganna. Það er ekki satt," segir Lamboley.
Það hefur bæði verið slúðrað um háa undirskriftarþóknun (e. sign on fee) og almennar launakröfur.
Martial hefur verið orðað við Lyon, Marseille, Fenerbahce, Galatasaray og Besiktas.
Athugasemdir