Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   lau 11. júlí 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll: Ef strákarnir ýta á takkana þá dettur þetta
Lengjudeildin
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Hrikalega ánægður, fyrsti sigur Ólafsvíkinga á Grenivík. Mér fannst við spila frábæran leik og stjórnuðum leiknum allan tímann, skoruðum góð mörk og sköpuðum mikið af færum. Hrikalega ánægður með strákan mína,"sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Ólafsvíkur Víkinga eftir útisigur á Magna í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Jafnt var í leiknum í seinni hálfleik fram á 84. mínútu. Hvernig leið Jóni Páli í seinni hálfleik?

„Ég var stressaður þar til að Harley skoraði. Leikplanið var að koma boltanum aftur fyrir vörnina þeirra eins mikið og mögulegt er. Á Gonza[lo Zamorano]. Gonza hljóp 12-13km í dag og stóð sig vel. Það var planið og það gekk."

Ólafsvíkingar sigruðu í fystu umferð en í kjölfarið fylgdu þrjú töp. Er mikill léttir að ná inn sigri á ný?

„Já ég meina íþróttir snúast um að menn hafi sjálfstraust og þó að við höfum tapað þremur leikjum í röð plús bikar þá vorum við búnir að standa okkur vel í þeim leikjum en þetta var ekki að detta [með okkur] og þess vegna var maður að hugsa 'ætlar þetta ekkert að detta?' Nú vonar maður að strákarnir sjái að ef þeir haldi áfram að ýta á takkana, halda áfram að spyrja hin liðin spurninga að þá dettur þetta."

Harley Willard var mikið að leita að skotfærum í leiknum og var Jón Páll spurður út í vængmanninn sinn.

„Harley Willard er með fáránlega góðan vinstri fót, mjög góður leikmaður. Ef hann getur skotið á markið þá á hann að skjóta á markið punktur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner