Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 11. júlí 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll: Ef strákarnir ýta á takkana þá dettur þetta
Lengjudeildin
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Hrikalega ánægður, fyrsti sigur Ólafsvíkinga á Grenivík. Mér fannst við spila frábæran leik og stjórnuðum leiknum allan tímann, skoruðum góð mörk og sköpuðum mikið af færum. Hrikalega ánægður með strákan mína,"sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Ólafsvíkur Víkinga eftir útisigur á Magna í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Jafnt var í leiknum í seinni hálfleik fram á 84. mínútu. Hvernig leið Jóni Páli í seinni hálfleik?

„Ég var stressaður þar til að Harley skoraði. Leikplanið var að koma boltanum aftur fyrir vörnina þeirra eins mikið og mögulegt er. Á Gonza[lo Zamorano]. Gonza hljóp 12-13km í dag og stóð sig vel. Það var planið og það gekk."

Ólafsvíkingar sigruðu í fystu umferð en í kjölfarið fylgdu þrjú töp. Er mikill léttir að ná inn sigri á ný?

„Já ég meina íþróttir snúast um að menn hafi sjálfstraust og þó að við höfum tapað þremur leikjum í röð plús bikar þá vorum við búnir að standa okkur vel í þeim leikjum en þetta var ekki að detta [með okkur] og þess vegna var maður að hugsa 'ætlar þetta ekkert að detta?' Nú vonar maður að strákarnir sjái að ef þeir haldi áfram að ýta á takkana, halda áfram að spyrja hin liðin spurninga að þá dettur þetta."

Harley Willard var mikið að leita að skotfærum í leiknum og var Jón Páll spurður út í vængmanninn sinn.

„Harley Willard er með fáránlega góðan vinstri fót, mjög góður leikmaður. Ef hann getur skotið á markið þá á hann að skjóta á markið punktur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner