Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 11. júlí 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll: Ef strákarnir ýta á takkana þá dettur þetta
Lengjudeildin
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Hrikalega ánægður, fyrsti sigur Ólafsvíkinga á Grenivík. Mér fannst við spila frábæran leik og stjórnuðum leiknum allan tímann, skoruðum góð mörk og sköpuðum mikið af færum. Hrikalega ánægður með strákan mína,"sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Ólafsvíkur Víkinga eftir útisigur á Magna í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Jafnt var í leiknum í seinni hálfleik fram á 84. mínútu. Hvernig leið Jóni Páli í seinni hálfleik?

„Ég var stressaður þar til að Harley skoraði. Leikplanið var að koma boltanum aftur fyrir vörnina þeirra eins mikið og mögulegt er. Á Gonza[lo Zamorano]. Gonza hljóp 12-13km í dag og stóð sig vel. Það var planið og það gekk."

Ólafsvíkingar sigruðu í fystu umferð en í kjölfarið fylgdu þrjú töp. Er mikill léttir að ná inn sigri á ný?

„Já ég meina íþróttir snúast um að menn hafi sjálfstraust og þó að við höfum tapað þremur leikjum í röð plús bikar þá vorum við búnir að standa okkur vel í þeim leikjum en þetta var ekki að detta [með okkur] og þess vegna var maður að hugsa 'ætlar þetta ekkert að detta?' Nú vonar maður að strákarnir sjái að ef þeir haldi áfram að ýta á takkana, halda áfram að spyrja hin liðin spurninga að þá dettur þetta."

Harley Willard var mikið að leita að skotfærum í leiknum og var Jón Páll spurður út í vængmanninn sinn.

„Harley Willard er með fáránlega góðan vinstri fót, mjög góður leikmaður. Ef hann getur skotið á markið þá á hann að skjóta á markið punktur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner