Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 11. júlí 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll: Ef strákarnir ýta á takkana þá dettur þetta
Lengjudeildin
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Hrikalega ánægður, fyrsti sigur Ólafsvíkinga á Grenivík. Mér fannst við spila frábæran leik og stjórnuðum leiknum allan tímann, skoruðum góð mörk og sköpuðum mikið af færum. Hrikalega ánægður með strákan mína,"sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Ólafsvíkur Víkinga eftir útisigur á Magna í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Jafnt var í leiknum í seinni hálfleik fram á 84. mínútu. Hvernig leið Jóni Páli í seinni hálfleik?

„Ég var stressaður þar til að Harley skoraði. Leikplanið var að koma boltanum aftur fyrir vörnina þeirra eins mikið og mögulegt er. Á Gonza[lo Zamorano]. Gonza hljóp 12-13km í dag og stóð sig vel. Það var planið og það gekk."

Ólafsvíkingar sigruðu í fystu umferð en í kjölfarið fylgdu þrjú töp. Er mikill léttir að ná inn sigri á ný?

„Já ég meina íþróttir snúast um að menn hafi sjálfstraust og þó að við höfum tapað þremur leikjum í röð plús bikar þá vorum við búnir að standa okkur vel í þeim leikjum en þetta var ekki að detta [með okkur] og þess vegna var maður að hugsa 'ætlar þetta ekkert að detta?' Nú vonar maður að strákarnir sjái að ef þeir haldi áfram að ýta á takkana, halda áfram að spyrja hin liðin spurninga að þá dettur þetta."

Harley Willard var mikið að leita að skotfærum í leiknum og var Jón Páll spurður út í vængmanninn sinn.

„Harley Willard er með fáránlega góðan vinstri fót, mjög góður leikmaður. Ef hann getur skotið á markið þá á hann að skjóta á markið punktur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner