Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   fös 11. september 2020 22:30
Aksentije Milisic
Arsenal leggur alla áherslu á að fá Aouar
Houssem Aouar, miðjumaður Lyon, er skotmark númer eitt hjá Arsenal í þessum félagsskiptaglugga.

Mikel Arteta er sagður vilja byggja liðið sitt í kringum þennan öfluga leikmann en Aouar er 22 ára gamall. Lyon vill fá 55,4 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sagt er að Arsenal sé í viðræðum við Lyon og eru menn bjartsýnir á að skiptin nái að ganga í gegn.

Arsenal bauð Lyon að fá Matteo Guendouzi með en franska liðið hafði engan áhuga á því. Aouar sjálfur vill fara frá Lyon en félagsskiptagluginn lokar þann 5. október.

Aouar skoraði níu mörk og lagði upp tíu í 41 leik fyrir Lyon á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner