Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. september 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Kom ekki hingað til að berjast um fjórða sæti
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur lagt mikið púður í leikmannakaup í sumar og mætir sterkt lið til leiks í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem hefst á morgun.

Chelsea leikur sinn fyrsta leik á leiktíðinni gegn Brighton á mánudagskvöld.

Chelsea hefur eytt meira en 200 milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar í leikmenn eins og Ben Chilwell, Hakim Ziyech, Timo Werner og Kai Havertz. Einnig var Thiago Silva fenginn á frjálsri sölu.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, fékk mikið hrós á síðustu leiktíð fyrir að nota unga leikmenn mikið en síðasta sumar var félagið í félagaskiptabanni og gat ekki keypt neinn. Á fréttamannafundi í dag sagðist hann ekki vera hjá Chelsea til að berjast um fjórða sætið.

„Ég kom ekki hingað til að berjast um fjórða sæti. Ég kom ekki bara til að taka leikmenn upp úr akademíunni og segja þannig að ég hafi gefið þetta mörgum leikmönnum tækifæri, ég kom hingað til að vinna," segir Lampard.

Chelsea hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og núna er krafan sett á titil.

Sjá einnig:
Klopp skýtur á aðra: Við erum ekki í eigu þjóða eða auðkýfinga

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner