fim 10. september 2020 10:15
Magnús Már Einarsson
Klopp skýtur á aðra: Við erum ekki í eigu þjóða eða auðkýfinga
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ensku meistararnir geti ekki keppt á félagaskiptamarkaðinum við mörg önnur lið.

Vegna áhrifa kórónaveirunnar hefur Liverpool haft hægt um sig á markaðinum í sumar. Kostas Tsimikas er eini leikmaðurinn sem félagið hefur keypt en hann kom frá Olympiakos á 11,7 milljónir punda.

„Félög eru í mismunandi stöðu og við lifum í dag við óvissu í heiminum," sagði Klopp.

„Fyrir sum félög virðist ekki jafn mikilvægt hvernig við tökumst á við óvissuna í framtíðinni því þau eru í eigu þjóða eða auðkýfinga. Það er sannleikurinn."

„Við erum öðruvísi félag. Við komumst í úrslit Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum, unnum árið eftir og unnum ensku úrvalsdeildina í ár með því að vera félagið sem við erum."

Athugasemdir
banner
banner
banner