De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
   fös 11. október 2024 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Icelandair
Sverrir Ingi í leiknum.
Sverrir Ingi í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Logi kom frábærlega inn af bekknum.
Logi kom frábærlega inn af bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sverrir talaði bæði um pressuna og svo hvernig varnarlínan bregst við ef það er ekki pressa á boltanum.
Sverrir talaði bæði um pressuna og svo hvernig varnarlínan bregst við ef það er ekki pressa á boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Svekkjandi að ná ekki að vinna leikinn, sérstaklega með yfirburðina í seinni hálfleik og færin sem við fáum. Við gerðum nóg til að vinna leikinn, þannig það er svekkjandi (að gera það ekki)," sagði Sverrir Ingi Ingason, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Wales í kvöld.

Ísland var 0-2 undir í hálfleik en kom til baka og jafnaði í seinni hálfleik. Íslenska liðið fékk svo sannarlega sénsa til að vinna leikinn, en það tókst ekki.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við vorum með öll völd á vellinum, eiginlega með þá í köðlunum og maður sá að þeim leið ekki vel undir þessari pressu sem við náðum að setja á þá. Það sýndi karakter í liðinu að ná að koma til baka af því að okkar upplifun í hálfleik var að það var algjörlega ástæðulaust að við þyrftum að vera 2-0 undir í leiknum. Við sofnuðum á verðinum í tveimur augnablikum og verðum að læra af því, á þessu getustigi getur maður ekki slökkt á sér í eitt augnablik því það getur orðið til þess að við náum ekki að vinna leikinn. En við getum tekið margt jákvætt, ákefðin og viljinn til að koma okkur aftur í leikinn var framúrskarandi."

„Það er bæði pressan og varnarlínan. Þegar það er ekki pressað á boltann þá verðum við sem varnarlína að vera fljótari að falla. Þeir komast á milli hafsents og bakvarðar í tvö skipti og komast einn á móti markmanni sem er ekki nógu gott. Við þurfum að gera betur í pressunni og sem varnarlína þurfum við að vera betri að taka svæðið fyrir okkar betur þegar það er ekki pressa,"
sagði Sverrir.

Logi Tómasson kom inn á í hálfleik og skoraði fyrra markið og á mjög stóran þátt í því seinna.

„Frábær leikur hjá honum, gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Hann tók sitt tækifæri og greip það. Það er það sem þú þarft að gera þegar þú færð sénsinn. Við þurfum á öllum að halda og viljum vera með 2-3 menn í hverri stöðu sem geta komið inn á og hjálpað liðinu. Hann sýndi það. Líka hrós á Mikael Egil fyrir hans frammistöðu í dag, mikil orka í honum, frábær í pressunni, óheppinn að skora ekki og var að búa til færi fyrir framherjana líka. Leikmenn sem koma inn af bekknum geta breytt leiknum og það sýndi sig í dag."

Sverrir ræddi um dómgæsluna og stöðuna í riðlinum í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni í spilaranum efst. Í lok viðtals var hann svo spurður út í hvernig það hefði verið að spila leikinn í kjölfar áfallsins á miðvikudagskvöld þegar liðsfélagi hans hjá Panathinaikos, George Baldock, fannst látinn á heimili sínu.

Var erfitt að spila þennan leik eftir tíðindi miðvikudagsins?

„Já, það var það. Þetta eru búnir að vera skrítnir daga skal ég segja þér, margar spurningar sem fara í hausinn á þér sem þú hefur ekki svör við. Ég og George vorum miklir félagar og virkilega erfitt að skilja þetta að mörgu leyti. Það var ekki auðvelt því hausinn á mér var ekki á þeim stað sem hann er kannski venjulega fyrir leik."

„Það að horfa á Grikkina í gær gaf manni mikla trú að gera þetta fyrir hann, því hvernig þeir stóðu sig á Wembley í gær... það var gæsahúð að sjá það. Þetta var skrítin tilfinning,"
sagði Sverrir að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir