Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að Matip sé búinn spila sinn síðasta leik á ferlinum
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip, fyrrum varnarmaður Liverpool, er sagður hafa tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna.

Þetta kemur fram hjá þýska fjölmiðlinum Ruhr Nachrichten.

Lítið hefur heyrst af Matip frá því hann yfirgaf Liverpool síðastliðið sumar. Samningur hans rann út og var hann ekki framlengdur. Hann hafði verið í átta ár á Anfield.

Á meðan hann var leikmaður Liverpool, þá var hann mikið meiddur. Hann spilaði lítið á síðustu leiktíð vegna meiðsla.

Matip hefur síðustu daga verið orðaður við Schalke í Þýskalandi en hann var þar áður en hann fór til Liverpool. En það er núna útlit fyrir að hinn hógværi Matip hafi leikið sinn síðasta fótboltaleik.
Athugasemdir
banner