Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Er Liverpool með besta varamarkvörð heims?
Caoimhin Kelleher
Caoimhin Kelleher
Mynd: Getty Images
Kelleher var í markinu í tveimur úrslitaleikjum í deildabikarnum og vann báða
Kelleher var í markinu í tveimur úrslitaleikjum í deildabikarnum og vann báða
Mynd: EPA
Andriy Lunin er á lista yfir bestu varamarkverði heims
Andriy Lunin er á lista yfir bestu varamarkverði heims
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool óttuðust það versta þegar þeim bárust þær fréttir í síðasta mánuði að brasilíski markvörðurinn Alisson Becker yrði ekki með liðinu í mánuð vegna meiðsla, en þær áhyggjur gleymdust fljótt.

Alisson hefur verið einn besti markvörður heims síðustu ár og er mikilvægi hans í Liverpool-liðinu óumdeilanlegt.

Hann hefur hins vegar átt það til að meiðast heldur mikið miðað við markvörð og hafa þá misgóðir menn fengið að spreyta sig í fjarveru hans.

Simon Mignolet var varamarkvörður fyrsta tímabilið hans Alisson en spilaði aðeins tvo leiki áður en Adrian kom inn. Adrian fékk 18 leiki í öllum keppnum á fyrsta tímabili sínu þegar Alisson meiddist og átti nokkra hörmulega leiki, meðal annars í 16-liða úrslitum gegn Atlético Madríd sem varð til þess að Liverpool datt úr leik.

Írinn Caoimhin Kelleher tók varamarkvarðarstöðuna af Adrian eftir nokkra góða leiki og var síðan verðlaunaður með nýjum samningi sem gildir til 2026.

Hann var aðalmarkvörður í enska deildabikarnum tímabilið 2021-2022 og lék einnig úrslitaleikinn gegn Chelsea þar sem hann reyndist hetja liðsins. Hann varð að vísu ekki eina spyrnu í vítakeppninni en skoraði af öryggi úr ellefta víti Liverpool áður en Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið.

Kelleher spilaði tíu deildarleiki í fjarveru Alisson á síðustu leiktíð og unnust þar átta og tveir enduðu með jafntefli. Hann hélt hreinu tvisvar áður en Alisson snéri aftur.

Auk þess spilaði hann aftur í deildabikarnum og var í markinu er Liverpool vann Chelsea í framlengingu í úrslitaleik á Wembley.

Írinn hefur beðið þolinmóður eftir tækifæri til að sýna sig aftur á stóra sviðinu og sá gluggi kom í síðasta mánuði þegar Alisson meiddist.

Stuðningsmenn voru áhyggjufullir enda Liverpool byrjað tímabilið af krafti undir Arne Slot. Kelleher hefur þó sýnt að það sé hægt að treysta á hann.

Markvörðurinn hélt tvisvar hreinu í Meistaradeildinni gegn RB Leipzig og Bayer Leverkusen og varði frábærlega í tvígang í 2-0 sigrinum á Aston Villa um helgina.

Football on TNT Sports henti fram spurningu á X: Er Kelleher besti varamarkvörður heims?

Einhverjir voru sammála því en aðrir nefndu úkraínska markvörðinn Andryi Lunin stóð sína plikt er Thibaut Courtois sleit krossband með Real Madrid á síðustu leiktíð.

Real Madrid vann La Liga og Meistaradeildina og átti hann sinn þátt í því, en að vísu fékk hann ekki að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Courtois náði lokasprettinum á tímabilinu, þó hann hafi boðið upp á stjörnuframmistöðu í útsláttarkeppninni.

Báðir markverðir eru alltof góðir til þess að verma tréverkið og eru ágætis líkur á að þeir skoði sín mál í sumar. Kelleher hefur þegar gefið það út að hann vilji vera aðalmarkvörður og eru litlar sem engar líkur á því að það gerist hjá Liverpool.

Alisson mun að minnsta kosti taka eitt tímabil í viðbót með Liverpool og þá mun georgíski landsliðsmarkvörðurinn Giorgi Mamardashvili koma frá Valencia næsta sumar.

Ekki má gleyma tékkneska leikmanninum Vitezslav Jaros sem átti nokkrar frábærar vörslur í 3-2 sigri Brighton í enska deildabikarnum á dögunum. Lúxusvandamál sem Liverpool glímir við þessa stundina.


Athugasemdir
banner
banner