Íslenska kvennalandsliðið fer upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA og þar með fer yfir Kína. Ísland er í sextánda sætinu á listanum, en FIFA gaf út uppfærðan styrkleikalista í morgunsárið.
Ísland nýtti ekki síðasta landsleikjaglugga og spilaði enga æfingaleiki vegna sparnaðaraðgerða. Fyrir það vann liðið Norður-Írland bæði heima og að heiman í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Ísland nýtti ekki síðasta landsleikjaglugga og spilaði enga æfingaleiki vegna sparnaðaraðgerða. Fyrir það vann liðið Norður-Írland bæði heima og að heiman í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Ísland er í feiknarsterkum riðli í undankeppni HM kvenna, þar sem liðið mætir Spáni, Englandi og Úkraínu.
Þær spænsku eru ríkjandi heimsmeistarar en þær ensku Evrópumeistarar. Spænska liðið er í efsta sæti listans og England í því fjórða. Þá er úkraínska liðið í 34. sæti á listanum.
Þrettánda sæti er besti árangur íslenska liðsins á listanum en liðið náði sætinu í fyrra. Fyrir það hafði liðið nokkrum sinnum náð fjórtánda sæti listans.
Athugasemdir



