Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. janúar 2017 21:27
Jóhann Ingi Hafþórsson
Viðar seldur frá Maccabi?
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson
Mynd: Getty Images
Viðar Örn Kjartansson gæti verið seldur frá Maccabi Tel Aviv ef marka má sænska fjölmiðla í dag.

Fotbollskanalen.se greinir frá þessu og segir í frétt frá þeim að forráðamenn Maccabi Tel Aviv séu ósáttir við frammistöður Viðars og séu þess vegna reiðubúnir að selja hann.

Maccabi borgaði sænska félaginu Malmö á sínum tíma því sem samsvarar um 40 milljónum sænskra króna fyrir Viðar en félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert minni upphæð eða um 15 milljónir sænskra króna.

Ástæða þess að þeir eru tilbúnir að selja hann á þá upphæð er sú að hann hafi einfaldlega valdið vonbriðgum síðan hann kom til Ísrael ásamt því að honum gengur illa að aðlagast í Ísrael og hann sé sjálfur til í að yfirgefa félagið.

Viðar hefur skorað sjö mörk í deildinni á leiktíðinni en félög í Belgíu þykja líklegust sem næsti áfangastaður VIðars. Félög eins og Gent og Standard Liege hafa verið nefnd til sögunnar.
Athugasemdir
banner