Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   mið 12. janúar 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Byssukúlur og hótunarbréf send til eiganda Oldham
Abdallah Lemsagam, eigandi Oldham Athletic, segist hafa fengið hótunarbréf og byssukúlur sendar í pósti. Hann er að reyna að selja félagið og hefur fundað með mögulegum kaupendum.

Lögreglan á Manchester svæðinu segir að rannsókn sé hafin en hún sé á fyrstu stigum.

Hótunarbréf og byssukúlur voru sendar í umslögum á heimavöll Oldham og voru umslögin stíluð á Lemsagam og bróðir hans sem er íþróttastjóri félagsins.

Oldham er í neðsta sæti ensku D-deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið er stjóralaust eftir að Keith Curle hætti í lok nóvember.

„Eignarhald mitt hefur skapað ólgu innan félagsins og meðal stuðningsmanna. Ég vil það besta fyrir félagið og það besta núyna er að fá inn nýja eigendur," segir Lemsagam sem er Marokkómaður og var umboðsmaður áður en hann keypti Oldham í janúar 2018. Það tímabil féll Oldham úr C-deildinni.

Hætta er á að Oldham verði fysta félagið sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni til þess að falla í ensku utandeildina.
Stöðutaflan England England 2. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Walsall 15 9 2 4 23 15 +8 29
2 Swindon Town 15 9 2 4 26 20 +6 29
3 Salford City 15 8 2 5 20 18 +2 26
4 MK Dons 15 7 4 4 29 17 +12 25
5 Grimsby 15 7 4 4 29 20 +9 25
6 Gillingham 15 7 4 4 20 14 +6 25
7 Crewe 15 8 1 6 23 19 +4 25
8 Notts County 14 7 3 4 25 15 +10 24
9 Bromley 15 6 6 3 23 18 +5 24
10 Chesterfield 15 6 6 3 27 24 +3 24
11 Barnet 15 6 4 5 20 17 +3 22
12 Cambridge United 15 6 4 5 16 15 +1 22
13 Fleetwood Town 15 6 4 5 22 22 0 22
14 Oldham Athletic 15 4 7 4 13 12 +1 19
15 Barrow 15 5 4 6 15 17 -2 19
16 Colchester 15 4 6 5 21 20 +1 18
17 Bristol R. 15 5 2 8 14 26 -12 17
18 Tranmere Rovers 15 3 7 5 23 22 +1 16
19 Crawley Town 15 4 3 8 16 23 -7 15
20 Accrington Stanley 15 3 5 7 16 20 -4 14
21 Harrogate Town 15 4 2 9 15 24 -9 14
22 Cheltenham Town 14 4 2 8 10 25 -15 14
23 Shrewsbury 15 3 4 8 13 25 -12 13
24 Newport 15 3 2 10 16 27 -11 11
Athugasemdir
banner
banner