Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áslaug Munda til Parma (Staðfest)
Kvenaboltinn
Farin til Ítalíu.
Farin til Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með frábæran vinstri fót.
Með frábæran vinstri fót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er gengin í raðir ítalska félagsins Parma frá Breiðabliki. Parma situr í 10. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá fallsæti þegar 13 umferðir eru eftir.

Hún er þriðji Blikinn til að halda út í atvinnumennsku á síðustu vikunni og annar Blikinn til að semja á Ítalíu. Andre Rut Bjarnadóttir var tilkynnt hjá Anderlecht í Belgíu í síðutu viku og Birta Georgsdóttir samdi við Genoa.

Vinstri bavkörðurinn kom til Breiðabliks frá Völsungi fyrir tímabilið 2018, varð fljótt einn allra besti bakvörður deildarinnar og kom sér strax í stórt hlutverk í Kópavoginum. Hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Blikum. Áslaug Munda á að baki 21 A-landsleik og var hluti af landsliðinu sem fór á EM 2022 og 2025.

Meiðsli, og aðallega höfuðmeiðsli, hafa sett strik í reikninginn hjá Mundu síðustu ár. Hún kom við sögu í sjö deildarleikjum, fimm Evrópuleikjum og þremur bikarleikjum á síðasta tímabili.

Síðasta vor útskrifaðist hún úr Harvard og í viðtali við Fótbolta.net fyrir rúmu ári síðan talaði hún um að hún vildi prófa eitthvað nýtt í lífinu.

Breiðablik varð Íslands- og bikarmeistari á síðasta tímabili og liðið hefur misst marga lykilmenn úr hópnum síðustu vikur. Sammy Smith, sem var í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins, hélt til Bandaríkjanna og markvörðurinn Kate Devine yfirgaf einnig Breiðablik.

Margrét Árnadóttir, leikmaður Þórs/KA, var leikmaður Parma fyrri hluta árs 2023.

Úr tilkynningu Breiðabliks
Áslaug Munda gekk til liðs við Breiðablik árið 2018 og hefur síðan þá verið lykilleikmaður í þeim góðan árangri sem hefur náðst. Á tíma sínum hjá félaginu lék Munda 145 leiki og gerði 21 mark. Hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang.

Við þökkum Mundu innilega fyrir tíma sinn hjá félaginu og óskum henni góðs gengis á nýjum vettvangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner