Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 25. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
banner
þri 05.maí 2020 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Áslaug Munda: Ætla mér klárlega einn daginn að spila erlendis

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjaði í fótbolta á Egilsstöðum en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki á Húsavík áður en eitt stærsta félag landsins, Breiðablik, fékk hana í Kópavoginn fyrir tímabilið 2018.

Fóbolti.net hafði samband við Áslaugu og ræddi við hana um ferilinn til þessa og komandi tíma.

Ég gat ekki getað beðið um meira í byrjun á mínum ferli í efstu deild en að vinna Íslands- og bikarmeistaratitilinn .
Ég gat ekki getað beðið um meira í byrjun á mínum ferli í efstu deild en að vinna Íslands- og bikarmeistaratitilinn .
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mjög gaman að fá þessar viðurkenningar. Þær hvetja mig til að gera ennþá betur.
Það var mjög gaman að fá þessar viðurkenningar. Þær hvetja mig til að gera ennþá betur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það að hafa farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik og vinna samt ekki titilinn er svekkjandi.
Það að hafa farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik og vinna samt ekki titilinn er svekkjandi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka til að halda áfram að bæta mig og reyna að vinna mig inn í A landsliðið.
Ég hlakka til að halda áfram að bæta mig og reyna að vinna mig inn í A landsliðið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég kom extra snemma fyrir leikinn en sat úti í bíl í dágóða stund að meðtaka allt og róa mig niður.
Ég kom extra snemma fyrir leikinn en sat úti í bíl í dágóða stund að meðtaka allt og róa mig niður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var virkilega gaman og ég tek margt með mér úr þessum leikjum. Gaman að fá að bera sig sem einstakling og sem lið saman við erlend lið.
Það var virkilega gaman og ég tek margt með mér úr þessum leikjum. Gaman að fá að bera sig sem einstakling og sem lið saman við erlend lið.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikjafjöldinn fór upp í að vera allt að tveir til þrír leikir í viku, ásamt því að æfa og keppa í frjálsum íþróttum samhliða því. Til að minnka álagið spilaði ég bara hálfleik í mesta lagi með meistaraflokki.
Leikjafjöldinn fór upp í að vera allt að tveir til þrír leikir í viku, ásamt því að æfa og keppa í frjálsum íþróttum samhliða því. Til að minnka álagið spilaði ég bara hálfleik í mesta lagi með meistaraflokki.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þessi ferð var frábært tækifæri til að sjá hvernig þessi stóru lið æfa, hvar maður stendur og hvað maður þarf að bæta til að ná enn þá lengra."
Ljuba kenndi Áslaugu margt
Byrjum á Egilsstöðum, hvernig var að æfa með Hetti?

„Ég ólst upp í Hetti á Egilsstöðum en yngri flokka starfið þar er til fyrirmyndar. Ljuba (Ljubisa Radovanovic) þjálfaði okkur stelpurnar upp í 4. flokk og náðum við fínum árangri hjá honum," sagði Áslaug við Fótbolta.net.

„Ég lærði margt hjá honum sem ég tileinka mér enn í dag, þ.á.m. hversu mikilvægt það er að spila boltanum og vinna sem lið."

Áslaug nefnir í 'hinni hliðinni' Fjarðabyggð sem lið sem hún myndi aldrei vilja spila með. Var mikill rígur þarna á milli?

„Við spiluðum mikið við önnur lið fyrir austan og það var alltaf smá grannaslagur þegar keppt var á móti Fjarðabyggð en í dag eru þessi tvö lið sameinuð í 4. flokki og uppúr og ég tel að sú sameining hafi styrkt bæði félögin og þá sérstaklega félagslega."

Mikið leikjaálag og passað upp á mínútufjölda
Áslaug spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn á fimmtánda aldursári með Völsungi á Húsavík. Hvernig var að stíga sín fyrstu skef þar?

„Þegar ég byrja í meistaraflokki þá spila ég með 3. flokki Völsungs líka. Leikjafjöldinn fór upp í að vera allt að tveir til þrír leikir í viku, ásamt því að æfa og keppa í frjálsum íþróttum samhliða því. Til að minnka álagið spilaði ég bara hálfleik í mesta lagi með meistaraflokki."

Var einhver munur á fyrra tímabilinu og því seinna með Völsungi?

„Seinna tímabilið var allt öðruvísi en Völsungur ákvað að 3. flokkur myndi ekki taka þátt á Íslandsmótinu og fékk ég stærra hlutverk með meistaraflokki. Kayla og Kristina komu til Húsavíkur og þjálfuðu okkur sem var algjör bónus og lærði ég mjög margt af þeim."

„Það sem mér finnst einkenna Völsungshópinn er góð liðsheild og samheldni."


Fór í bakvörðinn þegar hún kom í Breiðablik
Áður en við förum nánar út í skiptinn yfir í Breiðablik þá er komið að því að kynnast Áslaugu sem leikmanni. Hvernig leikmaður er hún?

„Ég er örvfættur leikmaður og spilaði ég aðallega á miðju og vinstri kanti þegar ég var yngri. Ég spilaði mestmegnið af síðasta tímabilinu mínu með Völsung á hægri kanti."

„Þegar ég skipti yfir í Breiðablik ákvað Steini (Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks) að prufa að setja mig í bakvarðarstöðuna. Ég var í góðan tíma að venjast stöðunni og er enn þá að læra inn á hana, sérstaklega varnarhlutverkið."


Gat ekki byrjað betur
Af hverju varð Breiðablik fyrir valinu fyrir tímabilið 2018? Fluttist fjölskyldan suður?

„Ég vissi að ef ég vildi ná lengra þyrfti ég að taka skrefið. Eftir að hafa prufað hjá nokkrum liðum ákvað ég að fara í Breiðablik og um áramótin 2018 flutti ég í Kópavoginn og bý þar hjá bróður mömmu og fjölskyldu hans. Ég taldi að Breiðablik gæti hjálpað mér mest og ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun í dag."

Breiðablik varð tvöfaldur meistari sumarið 2018. Var það svokölluð draumabyrjun hjá nýju félagi?

„Ég gat ekki getað beðið um meira í byrjun á mínum ferli í efstu deild en að vinna Íslands- og bikarmeistaratitilinn og það var ótrúlega gaman að fá að vera hluti af þeim hóp."

Sárt að tapa ekki leik en vinna samt ekki mótið
Hvernig lítur Áslaug til baka á síðasta tímabil?

„Það að hafa farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik og vinna samt ekki titilinn er svekkjandi. Þetta tímabil var mjög lærdómsríkt og fékk ég að spreyta mig meira heldur en á tímabilinu 2018 og er mjög þakklát fyrir það."

„Ég var nokkuð sátt með tímabilið persónulega. Það var margt sem hefði mátt fara betur en maður lærir bara af mistökunum."


Góð frammistaða skilaði reynsluferð til PSG
Breiðablik komst alla leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir frábær úrslit gegn tékkneska liðinu Sparta Prag. Hvernig var að taka þátt á stóra sviðinu?

„Það var virkilega gaman og ég tek margt með mér úr þessum leikjum. Gaman að fá að bera sig sem einstakling og sem lið saman við erlend lið. Ég kom extra snemma fyrir leikinn en sat úti í bíl í dágóða stund að meðtaka allt og róa mig niður."

Breiðablik mætti PSG í 16-liða úrslitunum og féll úr leik fyrir næstbesta liði Frakklands. Áslaug vakti athygli fyrir góða frammistöðu gegn franska liðinu og var boðið á reynslu í febrúar. Hvernig var að æfa hjá risaliðinu?

„Þessi ferð var frábært tækifæri til að sjá hvernig þessi stóru lið æfa, hvar maður stendur og hvað maður þarf að bæta til að ná enn þá lengra. Æfingarnar voru krefjandi en mikil áhersla er lögð á hraða í spili."

Kitlar meira eftir þessa ferð að fara út og spila erlendis?

„Ég ætla mér klárlega að spila erlendis einn daginn, en ég veit ekki hvenær."

Hópurinn getur náð langt
Áslaug hefur leikið tvo A-landsliðsleiki til þessa. Hún var í vetur valinn í verkefni með U19 á La Manga og á sama tíma var A-landsliðið á Pinatar. Hvernig horfir það við henni?

„Ég spilaði stærra hlutverk með U19 ára landsliðinu og fannst mér því fínt að fara með þeim hópi á La Manga. Með þeirri ferð vorum við að undirbúa okkur fyrir milliriðil EM en hann verður ekki spilaður vegna ástandsins en það munar þó að hafa fengið eitt lokaverkefni með U19."

„Ég hlakka til að halda áfram að bæta mig og reyna að vinna mig inn í A landsliðið. Mér finnst hópurinn í dag mjög spennandi og held ég að hann gæti náð langt með áframhaldandi æfingu."


Valin efnilegust og í lið ársins
Áslaug var valin í lið ársins í fyrra fyrir frammistöðu sína og einnig valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Er það eitthvað sem gefur henni ennfrekari innspýtingu til að ná lengra?

„Það var mjög gaman að fá þessar viðurkenningar. Þær hvetja mig til að gera ennþá betur."

Hver eru markmið Áslaugar fyrir tímabilið 2020?

„Markmiðið fyrir þetta tímabil er að gera betur en í fyrra og halda áfram að bæta mig í stöðu bakvarðar."

Gleymdu keppnisbúningunum á hótelinu
„Við Katla María (Þórðardóttir) áttuðum okkur á því eftir tæpa tveggja klukkutíma rútuferð á leiðinni í leik með U19 í Hollandi í fyrra, að við höfðum gleymt keppnisbúningnum okkar á hótelinu. Ég er nokkuð viss um að Doddi þjálfari hafi ekki verið mjög ánægður með okkur þarna."

„Ég kenni samt Huldu Björgu (Hannesardóttur) herbergisfélaganum mínum um að hafa ekki minnt mig á að taka búninginn með. "
Þetta er frásögn Áslaugar um vandræðalegt augnablik sem hún sagði frá í 'hinni hliðinni'. Áslaug var að lokum spurð hvernig þetta klúður hafi verið leyst?

„Við létum teymið vita að við höfðum gleymt búningunum og þau höfðu samband við ákveðið starfsfólk sem hafði það hlutverk að fylgja okkur á milli æfingavalla og aðstoða okkur ef það var eitthvað sem þurfti aðstoð við."

„Þau þurftu fara inn á hótelherbergin okkar og Facetime-uðu okkur meðan þau voru að róta í dótinu okkar í leit að búningunum."

„Svo þurftu þau að bruna með búningana á keppnisstað þar sem við vorum báðar í byrjunarliði. Mig minnir að við fengum búningana í hendurnar rétt áður en við áttum að ganga út á völlinn,"
sagði Áslaug að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Efnilegust 2019: Spilaði í 2. deild fyrir korteri
Athugasemdir
banner
banner