Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 14:42
Elvar Geir Magnússon
Kallar eftir því að hætta með framlengingu í bikarnum
John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror.
John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror, segir að nýliðin bikarhelgi á Englandi hafi verið ein sú skemmtilegasta sem hann muni eftir.

Hann segir að þó enska bikarkeppnin, sú elsta og virtasta, lifi góðu lífi þá sé enn svigrúm til bætinga. Hann vill sjá að hætt verði með framlengingar og farið beint í vítakeppni ef staðan er jöfn.

„Það er búið að gera keppnina betri eftir að hætt var með edurtekna leiki. Nú á að taka næsta skref og hætta með framlengingar. Það vill þær enginn. Það gerir leikina meira spennandi að hætta með þær, og eykur líkur á óvæntum úrslitum," segir Cross.

„FA-bikarinn hefur aldrei verið betri og aldrei verið öflugri. Nýliðin helgi var ein sú besta sem ég hef séð í keppninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner