Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 15:10
Elvar Geir Magnússon
Simeone biður Vinicius Jr afsökunar
Simeone er oft heitt í hamsi.
Simeone er oft heitt í hamsi.
Mynd: EPA
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, hefur beðið Vinicius Junior, leikmann Real Madrid, afsökunar á hegðun sinni í hans garð.

Það urðu hvöss orðaskipti milli þeirra á hliðarlínunni þegar liðin áttust við í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins. Simeone öskraði á Vinicius að Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætlaði að losa sig við hann.

„Ég vil biðja herra Florentino og herra Vinicius afsökunar. Ég átti ekki að hegða mér svona og ég viðurkenni að það var rangt. Þeir unnu leikinn og áttu skilið að fara áfram," segir Simeone.

Simeone var þá spurður að því hvort hann hefði farið yfir mörkin?

„Ég biðst afsökunar en fer ekki fram á fyrirgefningu. Ég hef ekkert meira að segja."

Real Madrid vann granna sína en tapaði svo fyrir Barcelona í úrslitaleiknum í gær.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner