Stefán Teitur Þórðarson er formlega orðinn leikmaður þýska B-deildarliðins Hannover 96. Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn er keyptur frá Preston North End.
Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn er 27 ára og skrifar undir samning til 30. júní 2029.
Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn er 27 ára og skrifar undir samning til 30. júní 2029.
Stefán spilaði 64 leiki fyrir Preston, skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar. Hann var í stóru hlutverki á síðasta tímabili en hefur ekki fengið eins mikinn spiltíma á þessu tímabili.
Hannover situr í 5. sæti B-deildarinnar, fjórum stigum frá umspilssæti.
„Með því að fá Stefán erum við að bæta við reynslumiklum miðjumanni," segir Jörg Schmadtke, framkvæmdastjóri Hannover.
Stefán segir sjálfur við heimasíðuna að hann sé spenntur fyrir því að spila í Þýskalandi, og segir að leikstíll Hannover sé spennandi og heillandi.
Erste Eindrücke. ????????????
— Hannover 96 (@Hannover96) January 12, 2026
#Thordarson #H96 #NiemalsAllein ???????? pic.twitter.com/T8pOLY2lcI
Athugasemdir


