Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool í viðræðum við Leverkusen
Jeremie Frimpong
Jeremie Frimpong
Mynd: EPA
Liverpool er í viðræðum við Leverkusen um kaup á hægri bakverðinum Jeremie Frimpong samkvæmt heimildum Sky Sports í Þýskalandi. Enska félagið hefur mikinn áhuga á hollenska landsliðsmanninum.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er ofarlega á óskalista Liverpool sem er í leit að arftaka Trent Alexander-Arnold sem yfirgefur félagið í sumar.

Frimpong stefnir á að yfirgefa Leverkusen í sumar en hann er með 35-40 milljón evra riftunarverð í samningi sínum. Frimpong var í liði Leverkusen sem vann þýsku deildina og bikarinn á síðustu leiktíð.

Síðan hann gekk til liðs við Leverkusen í janúar 2021 hefur hann skorað 30 mörk og lagt upp 44 í 190 leikjum fyrri þýska liðið. Frimpong þekkir til á Englandi en Hollendingurinn var í unglingaliði Man City áður en hann gekk til liðs við Celtic árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner