Ísland leiðir sem stendur 2-0 gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Ef Ísland nær að landa sigri er ljóst að liðið fer á sitt fimmta Evrópumót í röð.
Um það bil 20 mínútur eru eftir af leiknum en á 61. mínútu þurfti Glódís heldur betur að nýta alla sína reynslu til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar myndu minnka munin. Boltinn stefndi inn í íslenska markið en á marklínunni komst landsliðsfyrirliðinn í boltann.
Um það bil 20 mínútur eru eftir af leiknum en á 61. mínútu þurfti Glódís heldur betur að nýta alla sína reynslu til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar myndu minnka munin. Boltinn stefndi inn í íslenska markið en á marklínunni komst landsliðsfyrirliðinn í boltann.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
„Boltinn inn á teiginn sem Fanney missir af. Sýnist það vera varamaðurinn Freigang sem skallar boltann að marki og er á leið yfir línunna er Glódís nær að skófla boltanum af línunni og bjarga marki," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu frá leiknum,
Hér að neðan má sjá atvikið en leikurin er í beinni útsendingu á RÚV.
„Í björgunarsveitina með hana!“ - Þvílík björgun hjá fyrirliðanum Glódísi Perlu ???? pic.twitter.com/unZzGJ6wr8
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2024
Athugasemdir