KR hefur fengið þrjú stig í Bestu deildinni úr fjórum leikjum síðan Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins.
Liðið hefur enn ekki unnið leik undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar sem ráðinn var þjálfari út tímabilið og er með 0,75 stig að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin.
Meðan Gregg Ryder var þjálfari náði hann í ellefu stig úr tíu leikjum eða 1,1 að meðaltali í leik.
Liðið hefur enn ekki unnið leik undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar sem ráðinn var þjálfari út tímabilið og er með 0,75 stig að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin.
Meðan Gregg Ryder var þjálfari náði hann í ellefu stig úr tíu leikjum eða 1,1 að meðaltali í leik.
KR er í áttunda sæti Bestu deildarinnar en liðið tapaði gegn Fram í Úlfarsárdal í gær 1-0 og er aðeins þremur stigum frá fallsæti. Gregg Ryder var rekinn frá KR þann 20. júní fyrir óviðunandi árangur í byrjun tímabilsins.
Í lok júní var það staðfest að Pálmi hefði verið ráðinn til að stýra KR út tímabilið og sagði í yfirlýsingu félagsins: „Við bindum miklar vonir við að Pálmi nái að snúa við gengi liðsins."
Það eru liðnir 53 dagar síðan KR vann seinast leik en svar Pálma við þeirri spurningu sem hann fékk eftir tapið í gær hvernig liðið ætti að snúa þessu slæma gengi við var einfalt:
„Með því að setja boltann inn í markið. Við þurfum að nýta þessi færi, koma með boltann inn í teig þegar boltinn er á réttum stað," sagði Pálmi.
Næsti deildarleikur KR er gegn Breiðabliki þann 21. júlí.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir