Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
   fim 11. júlí 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er svekktur og brjálaður.“ sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR, eftir 1-0 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

Pálmi talar um að hann sér stíganda í frammistöðu KR-liðsins. Hann telur að KR hafi átt sigurinn skilið í kvöld.

Fyrir utan fyrstu 15 mínúturnar stjórnuðum við leiknum frá A til Ö. Við eigum að fara héðan með þrjú stig.

Undir lok leiks fékk Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, báðir rautt spjald. Pálmi fékk sjálfur gult spjald fyrir mótmæli en hann var alls ekki sáttur með þessa dóma.

Það verður einhver atburðarás hérna í lokin sem þessi maður [dómari leiksins] ræður bara ekki neitt við. Það sýður á mér. Ég veit ekki hreinlega afhverju Alex Þór fær gult og rautt. Hann fær það víst fyrir að tosa manninn upp. Ef það er gult og rautt þá er rosalega margt annað sem er gult og rautt. Vítið sem Aron Sig átti að fá... það er svo margt að og ég nenni ekki að tapa.

Ég er hrikalega óánægður með dómgæsluna í kvöld.

Það eru liðnir 52 dagar síðan KR vann seinast leik en svar Pálma við þeirr spurningu hvernig þeir snúa þessu slæma gengi við var einföld.

Með því að setja boltann inn í markið. Við þurfum að nýta þessi færi, koma með boltann inn í teig þegar boltinn er á réttum stað.“

Viðtalið við Pálma í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner