Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 11. júlí 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er svekktur og brjálaður.“ sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR, eftir 1-0 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

Pálmi talar um að hann sér stíganda í frammistöðu KR-liðsins. Hann telur að KR hafi átt sigurinn skilið í kvöld.

Fyrir utan fyrstu 15 mínúturnar stjórnuðum við leiknum frá A til Ö. Við eigum að fara héðan með þrjú stig.

Undir lok leiks fékk Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, báðir rautt spjald. Pálmi fékk sjálfur gult spjald fyrir mótmæli en hann var alls ekki sáttur með þessa dóma.

Það verður einhver atburðarás hérna í lokin sem þessi maður [dómari leiksins] ræður bara ekki neitt við. Það sýður á mér. Ég veit ekki hreinlega afhverju Alex Þór fær gult og rautt. Hann fær það víst fyrir að tosa manninn upp. Ef það er gult og rautt þá er rosalega margt annað sem er gult og rautt. Vítið sem Aron Sig átti að fá... það er svo margt að og ég nenni ekki að tapa.

Ég er hrikalega óánægður með dómgæsluna í kvöld.

Það eru liðnir 52 dagar síðan KR vann seinast leik en svar Pálma við þeirr spurningu hvernig þeir snúa þessu slæma gengi við var einföld.

Með því að setja boltann inn í markið. Við þurfum að nýta þessi færi, koma með boltann inn í teig þegar boltinn er á réttum stað.“

Viðtalið við Pálma í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner