Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 11. júlí 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er svekktur og brjálaður.“ sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR, eftir 1-0 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

Pálmi talar um að hann sér stíganda í frammistöðu KR-liðsins. Hann telur að KR hafi átt sigurinn skilið í kvöld.

Fyrir utan fyrstu 15 mínúturnar stjórnuðum við leiknum frá A til Ö. Við eigum að fara héðan með þrjú stig.

Undir lok leiks fékk Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, báðir rautt spjald. Pálmi fékk sjálfur gult spjald fyrir mótmæli en hann var alls ekki sáttur með þessa dóma.

Það verður einhver atburðarás hérna í lokin sem þessi maður [dómari leiksins] ræður bara ekki neitt við. Það sýður á mér. Ég veit ekki hreinlega afhverju Alex Þór fær gult og rautt. Hann fær það víst fyrir að tosa manninn upp. Ef það er gult og rautt þá er rosalega margt annað sem er gult og rautt. Vítið sem Aron Sig átti að fá... það er svo margt að og ég nenni ekki að tapa.

Ég er hrikalega óánægður með dómgæsluna í kvöld.

Það eru liðnir 52 dagar síðan KR vann seinast leik en svar Pálma við þeirr spurningu hvernig þeir snúa þessu slæma gengi við var einföld.

Með því að setja boltann inn í markið. Við þurfum að nýta þessi færi, koma með boltann inn í teig þegar boltinn er á réttum stað.“

Viðtalið við Pálma í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner