Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 11. júlí 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er svekktur og brjálaður.“ sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR, eftir 1-0 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

Pálmi talar um að hann sér stíganda í frammistöðu KR-liðsins. Hann telur að KR hafi átt sigurinn skilið í kvöld.

Fyrir utan fyrstu 15 mínúturnar stjórnuðum við leiknum frá A til Ö. Við eigum að fara héðan með þrjú stig.

Undir lok leiks fékk Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, báðir rautt spjald. Pálmi fékk sjálfur gult spjald fyrir mótmæli en hann var alls ekki sáttur með þessa dóma.

Það verður einhver atburðarás hérna í lokin sem þessi maður [dómari leiksins] ræður bara ekki neitt við. Það sýður á mér. Ég veit ekki hreinlega afhverju Alex Þór fær gult og rautt. Hann fær það víst fyrir að tosa manninn upp. Ef það er gult og rautt þá er rosalega margt annað sem er gult og rautt. Vítið sem Aron Sig átti að fá... það er svo margt að og ég nenni ekki að tapa.

Ég er hrikalega óánægður með dómgæsluna í kvöld.

Það eru liðnir 52 dagar síðan KR vann seinast leik en svar Pálma við þeirr spurningu hvernig þeir snúa þessu slæma gengi við var einföld.

Með því að setja boltann inn í markið. Við þurfum að nýta þessi færi, koma með boltann inn í teig þegar boltinn er á réttum stað.“

Viðtalið við Pálma í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner