Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 11. júlí 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Pálmi Rafn brjálaður eftir leik: Það sýður á mér
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er svekktur og brjálaður.“ sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR, eftir 1-0 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

Pálmi talar um að hann sér stíganda í frammistöðu KR-liðsins. Hann telur að KR hafi átt sigurinn skilið í kvöld.

Fyrir utan fyrstu 15 mínúturnar stjórnuðum við leiknum frá A til Ö. Við eigum að fara héðan með þrjú stig.

Undir lok leiks fékk Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, báðir rautt spjald. Pálmi fékk sjálfur gult spjald fyrir mótmæli en hann var alls ekki sáttur með þessa dóma.

Það verður einhver atburðarás hérna í lokin sem þessi maður [dómari leiksins] ræður bara ekki neitt við. Það sýður á mér. Ég veit ekki hreinlega afhverju Alex Þór fær gult og rautt. Hann fær það víst fyrir að tosa manninn upp. Ef það er gult og rautt þá er rosalega margt annað sem er gult og rautt. Vítið sem Aron Sig átti að fá... það er svo margt að og ég nenni ekki að tapa.

Ég er hrikalega óánægður með dómgæsluna í kvöld.

Það eru liðnir 52 dagar síðan KR vann seinast leik en svar Pálma við þeirr spurningu hvernig þeir snúa þessu slæma gengi við var einföld.

Með því að setja boltann inn í markið. Við þurfum að nýta þessi færi, koma með boltann inn í teig þegar boltinn er á réttum stað.“

Viðtalið við Pálma í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner