Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 12. september 2020 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
Gaui Þórðar: Óhress að hafa ekki náð öllum stigunum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ó., gaf kost á sér í viðtal eftir 2-2 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeild karla í dag.

Gestirnir frá Grindavík komust í tveggja marka forystu en Ólsarar jöfnuðu í síðari hálfleik og komust nálægt því að stela sigrinum, en þeir léku manni fleiri síðasta hálftímann.

„Við byrjuðum ekki vel en breyttum uppstillingunni. Það var karakter í liðinu, við komum til baka og náðum að jafna. Þegar þú horfir á síðustu mínúturnar í leiknum ertu óhress með að hafa ekki náð öllum þremur stigunum," sagði Gaui, sem var ekki sáttur með ákvörðun dómarans að flauta leikinn af þegar Gonzalo Zamorano var í skotfæri.

„Það er mjög sérstök ákvörðun. Hann gefur fjórar mínútur og telur akkurat fjórar mínútur og stoppar. Undir flestum kringumstæðum eru menn að láta sóknina klárast, mér fannst hann of fljótur á sér."

Gaui hrósaði Michael Newberry fyrirliða sínum fyrir frábæra frammistöðu í dag. Miðvörðurinn byrjaði í hjarta varnarinnar en var svo færður á miðjuna og gerði frábærlega þar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner