Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 12. september 2022 14:24
Elvar Geir Magnússon
Robertson ekki með gegn Ajax - Klopp segir leikinn gegn Napoli þann versta undir sinni stjórn
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tapið gegn Napoli í Meistaradeildinni í síðustu viku mun Liverpool leika gegn Ajax á Anfield á morgun.

Skoski bakvörðurinn Andy Robertson verður ekki með í leiknum þar sem hann er meiddur á hné. Hann verður frá þar til í október, eftir landsleikjagluggann.

Miðjumennirnir Curtis Jones, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain eru einnig á meiðslalistanum.

Ajax hefur unnið alla sjö leiki sína á þessu tímabili.

„Ajax er í Meistaradeildinni og á skilið að vera þar. Okkur hefur skort stöðugleika á þessu tímabili og þurfum að verjast betur. Ég hef horft aftur á leikinn gegn Napoli og hann var skelfilegur. Í hreinskilni sagt. Þetta var versti leikur liðsins síðan ég tók við liðinu," segir Jurgen Klopp.

Það verður mínútuþögn fyrir leikinn á morgun, til minningar um Elísabetu drottningu. Klopp segist sannfærður um að vallargestir virði þögnina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner