Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 12. október 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Maður verður að horfa í það jákvæða“
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur ekki alveg gengið nógu vel hjá okkur í liðinu. Við erum á tap 'rönni' núna,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Eupen í Belgíu, um gengi liðsins í byrjun leiktíðar, en liðið hefur tapað síðustu fimm deildarleikjum.

Alfreð kom til Eupen frá Lyngby í sumarglugganum og hitti þar liðsfélaga sinn í landsliðinu, Guðlaug Victor Pálsson.

Liðið vann fyrstu tvo leikina eftir að Alfreð kom, en nú er liðið að fara í gegnum erfiðan kafla. Það hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum, en Alfreð horfir í það jákvæða.

„Við höfum fengið topp fimm liðin frá síðasta ári í síðustu fimm leikjum og áttum klárlega að fá fleiri stig, sérstaklega á móti Gent þar sem við vorum 1-0 yfir í hálfleik og þeir fá rautt spjald sem við áttum alltaf að klára, en það kom neikvætt 'run' hjá okkur sem lið sem við þurfum að vinna úr. Þetta er hluti af þessu og búið að ganga vel í byrjun og unnum fyrstu tvo leikina eftir að ég kom. Maður þarf samt að hugsa út í stóru myndina, er búinn að vera heill heilsu og spila alla leiki og maður verður að reyna að horfa í það jákvæða,“ sagði Alfreð við Fótbolta.net.

Alfreð á sér erfiða og langa meiðslasögu, en hefur haldist meira og minna heill síðasta árið. Hvað er hann að gera öðruvísi í dag?

„Mér fannst ég vera gera rosalega margt rétt á árunum sem ég var meiddur. Maður er háður fullt af jöfnum í fótbolta og ef þú skoðar síðustu meiðsli sem ég hef lent í þá eru það högg þegar þú lendir og slys í rauninni og ekkert við því að gera þegar það gerist. Það er gríðarlega margt sem ég hef bætt við og breytt, og 'tweakað' hjá mér sem virðist vera að virka mjög vel. Mér líður hrikalega vel, er að spila í hverri viku og 'recovery-ið' gott og finnst mér ég geta verið í þessum fasa að geta verið að æfa á fullu og ekki eins og þetta var síðustu ár þar sem maður var alltaf hálf meiddur komandi inn í landsliðsverkefni eða fara í leiki meiddur, þannig ég er hrikalega ánægður með hvernig standið á líkamanum er núna,“ sagði hann enn fremur.
Alfreð: Sigur fyrir íslenskan fótbolta að fá hann aftur á völlinn
Athugasemdir
banner
banner