Það var ansi áhugavert að sjá byrjunarlið Úkraínu gegn Georgíu í Þjóðadeildinni í gær. Ivan Kalyuzhnyi var þar á miðjunni en þessi 26 ára gamli leikmaður var að spila sinn fyrsta landsleik.
Kalyuzhnyi lék hér á landi árið 2022 en hann var á láni hjá Keflavík frá Oleksandriya í heimalandinu. Hann lék aðeins sex leiki í Bestu deildinni áður en hann yfirgaf félagið en hann var of dýr fyrir liðið til að halda honum.
„Áttu nokkuð milljón dollara, þá getum við farið að ræða saman," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þáverandi þjálfari Keflavíkur, í viðtali hjá Fótbolta.net þegar hann var spurður út í framtíð Kalyuzhnyi.
Siggi Raggi vakti athygli á því á Facebook að Kalyuzhnyi hafi spilað með Úkraínu í gær
Kalyuzhnyi lék 24 landsleiki fyrir u17 landslið Úkraínu á sínum tíma.
Þessi gaur er leikmaður!
— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) October 11, 2024
MOTM hjá fotmob, takk https://t.co/t7ycJyEY6v