Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 03. júlí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Áttu nokkuð milljón dollara?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf ánægður með að vinna og mér fannst við líka bara eiga þetta skilið. Mér fannst við skapa góð færi. Mér fannst við spila vel og taka mörkin okkar vel og bara vorum heilsteyptir.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um spilamennsku sinna manna í 3-1 sigri á Fram í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Keflavíkurliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en fór að hleypa Framliðinu nær marki sínu þegar líða fór á seinni hálfleik. Þegar um korter lifði leiks minnkaði Fram muninn en aðeins fjórum mínútum síðar hafði Keflavík bætt við á ný. Karaktereinkenni á liðinu?

„Mér fannst við gefa aftur í þegar við þurftum. Vorum kannski að verja markið okkar of mikið þegar við gátum kannski sótt aðeins meira en mér fannst þetta alltaf frekar öruggt.“

Næstu verkefni Keflavíkur eru heimaleikur gegn Breiðablik og útileikur gegn Val. Voru stigin þrjú mikilvægari en ella með þessa leiki á dagskránni?

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Breiðablik gerði jafntefli í síðasta leik við ÍBV þannig að það eru alltaf einhverjir möguleikar þó við séum að spila við sterkt lið og við þurfum bara fyrst og fremst að spila okkar leik.“

Er útilokað að Ivan Kaliuzhnyi verði áfram hjá Keflavík?

„Já. Áttu nokkuð milljón dollara? Þá getum við farið að ræða saman.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Ivan Kaliuzhnyi og breytingar á hópnum ásamt tölfræði liðsins milli tímabila.

Athugasemdir
banner
banner