Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
   sun 03. júlí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Áttu nokkuð milljón dollara?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf ánægður með að vinna og mér fannst við líka bara eiga þetta skilið. Mér fannst við skapa góð færi. Mér fannst við spila vel og taka mörkin okkar vel og bara vorum heilsteyptir.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um spilamennsku sinna manna í 3-1 sigri á Fram í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Keflavíkurliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en fór að hleypa Framliðinu nær marki sínu þegar líða fór á seinni hálfleik. Þegar um korter lifði leiks minnkaði Fram muninn en aðeins fjórum mínútum síðar hafði Keflavík bætt við á ný. Karaktereinkenni á liðinu?

„Mér fannst við gefa aftur í þegar við þurftum. Vorum kannski að verja markið okkar of mikið þegar við gátum kannski sótt aðeins meira en mér fannst þetta alltaf frekar öruggt.“

Næstu verkefni Keflavíkur eru heimaleikur gegn Breiðablik og útileikur gegn Val. Voru stigin þrjú mikilvægari en ella með þessa leiki á dagskránni?

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Breiðablik gerði jafntefli í síðasta leik við ÍBV þannig að það eru alltaf einhverjir möguleikar þó við séum að spila við sterkt lið og við þurfum bara fyrst og fremst að spila okkar leik.“

Er útilokað að Ivan Kaliuzhnyi verði áfram hjá Keflavík?

„Já. Áttu nokkuð milljón dollara? Þá getum við farið að ræða saman.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Ivan Kaliuzhnyi og breytingar á hópnum ásamt tölfræði liðsins milli tímabila.

Athugasemdir
banner