Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   sun 03. júlí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Áttu nokkuð milljón dollara?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf ánægður með að vinna og mér fannst við líka bara eiga þetta skilið. Mér fannst við skapa góð færi. Mér fannst við spila vel og taka mörkin okkar vel og bara vorum heilsteyptir.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um spilamennsku sinna manna í 3-1 sigri á Fram í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Keflavíkurliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en fór að hleypa Framliðinu nær marki sínu þegar líða fór á seinni hálfleik. Þegar um korter lifði leiks minnkaði Fram muninn en aðeins fjórum mínútum síðar hafði Keflavík bætt við á ný. Karaktereinkenni á liðinu?

„Mér fannst við gefa aftur í þegar við þurftum. Vorum kannski að verja markið okkar of mikið þegar við gátum kannski sótt aðeins meira en mér fannst þetta alltaf frekar öruggt.“

Næstu verkefni Keflavíkur eru heimaleikur gegn Breiðablik og útileikur gegn Val. Voru stigin þrjú mikilvægari en ella með þessa leiki á dagskránni?

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Breiðablik gerði jafntefli í síðasta leik við ÍBV þannig að það eru alltaf einhverjir möguleikar þó við séum að spila við sterkt lið og við þurfum bara fyrst og fremst að spila okkar leik.“

Er útilokað að Ivan Kaliuzhnyi verði áfram hjá Keflavík?

„Já. Áttu nokkuð milljón dollara? Þá getum við farið að ræða saman.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Ivan Kaliuzhnyi og breytingar á hópnum ásamt tölfræði liðsins milli tímabila.

Athugasemdir
banner