
Búist er við gríðarlegum hávaða á Türk Telekom leikvangnum í Istanbúl á fimmtudagskvöld þegar Tyrkland og Ísland eigast við í undankeppni EM.
Það er oft mikill hávaði á fótboltaleikjum í Tyrklandi en umræddur leikvangur, sem er heimavöllur Galatasaray, er háværasti leikvangur heims.
Það er oft mikill hávaði á fótboltaleikjum í Tyrklandi en umræddur leikvangur, sem er heimavöllur Galatasaray, er háværasti leikvangur heims.
„Það er alltaf gaman að spila á móti Tyrkjum og sérstaklega á þeirra heimavelli. Það er gaman að spila í þessum látum og stemningu. Það verður líka rosalega gaman að spila á þessum leikvangi í Istanbúl," segir Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður íslenska liðsins.
Tyrkneska landsliðið hefur ekki spilað marga stóra leiki í Istanbúl í gegnum árin og það má búast við enn meiri hávaða af þeim sökum.
„Það er bara skemmtilegt. Maður spilar bara betur í svona stemningu og tilhlökkunin er bara meiri ef eitthvað er," segir Jón Daði sem ætlar þó ekki að notast við eyrnatappa á fimmtudag.
„Það verður nægilega erfitt fyrir að heyra hvað er verið að kalla á mann á vellinum svo maður sleppir því!"
Athugasemdir