Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Leik í Serie A seinkað - Línurnar voru skakkar
Línan löguð í gær.
Línan löguð í gær.
Mynd: Getty Images
Leik Hellas Verona og Genoa í Serie A á Ítalíu var frestað um 15 mínútur í gær.

Ástæðan var sú að línurnar á vítateignum voru skakkar.

Vallarstarfsmenn á Stadio Marc'Antonio Bentegodi voru eitthvað annars hugar þegar þeir máluðu línurnar á völlinn.

Maurizio Mariani, dómari leiksins, tók eftir þessu og bað um að línurnar yrðu málaðar upp á nýtt.

Það var gert og því frestaðist leikurinn um 15 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner