Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 13. janúar 2023 12:46
Elvar Geir Magnússon
Frestur til að leggja fram tilboð í Man Utd rennur út eftir mánuð
Manchester United býst við tilboðum frá hinum ýmsu heimshornum en frestur til að gera formleg tilboð í félagið rennur út um miðjan febrúar.

Telegraph segir að fjárfestahópar frá Mið-Austurlöndum, Asíu og Bandaríkjunum hafi mikinn áhuga á félaginu.

Breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe hyggst einnig gera tilboð.

Glazer bræður, eigendur Manchester United, vonast til að selja félagið á yfir 5 milljarða punda.

Sagt er að þeir fjárfestahópar sem sýndu áhuga á að kaupa Chelsea áður en Todd Boehly tók yfir félagið komi væntanlega með tilboð í United núna.

Búist er við því áhugasamir kaupendur muni stíga fram opinberlega á næstu vikum. Glazer bræður vilja að salan verði frágengin fyrir lok tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner