Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er tímabilið búið hjá Joe Gomez?
Joe Gomez.
Joe Gomez.
Mynd: EPA
Mögulega er tímabilið búið hjá Joe Gomez, varnarmanni Liverpool. Hann fór meiddur af velli gegn Plymouth á dögunum.

Hann á eftir að fara í frekari skoðanir eftir að hann meiddist aftan í læri en samkvæmt Paul Joyce, fréttamanni The Times, þá lítur þetta ekki vel út.

„Það er áhyggjuefni að hann meiðist aftur á sama stað," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, um meiðsli Gomez á dögunum en hann hefur áður verið meiddur á þessum stað á tímabilinu.

Þegar Gomez hefur spilað með Liverpool á þessu tímabili, þá hefur hann leikið. Það er áhyggjuefni fyrir liðið að hann verði lengi frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner