Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framkvæmdastjóri Keflavíkur: Ásgeir er ekki til sölu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað var um það í dag að Valur hefði boðið í Ásgeir Orra Magnússon sem er markmaður Keflavíkur. Dr. Football vakti fyrst athygli á því og í kjölfarið fjallaði Fótbolti.net um tilboðið.

Ásgeir Orri er fæddur árið 2004, hann var valinn í U21 landsliðið síðasta haust og var hluti af U19 landsliðinu sem fór á lokamót EM 2023.

„Ég ætla ekki að staðfesta að það hafi komið tilboð frá Val, það hafa verið einhverjar þreifingar. Það væri skrítið ef klúbbarnir á Íslandi væru ekki með hann á radarnum hjá sér. Þessi gæi er kominn til að vera og hann verður eitthvað stórt í framtíðinni, ég er alveg viss um það," segir Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur, við Fótbolti.net.

Er staðan þannig að það þyrfti að koma svakalega gott tilboð svo þið mynduð segja já við því?

„Hann er bara ekki til sölu. Við erum ekkert að hugsa um að selja hann og ef við værum það þá væri það örugglega ekki innanlands. Þannig er staðan í dag."

Ásgeir er aðalmarkmaður Keflavíkur, varði mark liðsins á síðasta tímabili og átti frábært tímabil.

„Hann var okkar besti leikmaður á síðasta tímabili, knattspyrnumaður Reykjanesbæjar, er með hausinn rétt skrúfaðan á og veit hvert hann ætlar sér að fara. Hann er á sinni vegferð þangað. Það er auðvitað gaman fyrir svona stráka þegar honum er sýndur áhugi," segir Ragnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner