Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. mars 2019 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Bernardo Silva framlengir við Man City
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva er búinn að framlengja samning sinn við Englandsmeistara Manchester City um þrjú ár, eða til sumarsins 2025.

Silva er 24 ára Portúgali sem gekk í raðir Man City sumarið 2017 eftir að Mónakó samþykkti að selja hann fyrir 43 milljónir punda.

Silva er fastamaður í geysisterku byrjunarliði City og er búinn að taka þátt í 40 leikjum á tímabilinu. Í þeim er hann kominn með 9 mörk og 10 stoðsendingar.

Silva er mikill sigurvegari enda vann hann portúgölsku deildina með Benfica og þá frönsku með Mónakó áður en hann skipti yfir til Englands og vann úrvalsdeildina.

Þar að auki á miðjumaðurinn 33 landsleiki að baki með Portúgal og er mikilvægur hlekkur í liði Evrópumeistaranna sem hafa titil að verja á næsta ári, komist þeir í gegnum undankeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner