Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mið 13. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Viktor Karl: Stefni á að fara aftur út
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Viktor í unglingalandsleik árið 2017.
Mynd: Raggi Óla
Viktor Karl Einarsson gekk til liðs við Breiðablik frá sænska liðinu IFK Varnamo um áramótin. Hann gerði þriggja ára samning við Kópavogsliðið.

Í sumar gekk Viktor til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki.

„Ég fór til Svíþjóðar í leit að meistaraflokks leikjum og vonaðist eftir að fá einhver verkefni erlendis eftir það en raunin var sú að svo var ekki. Ég horfði því bara í möguleikana sem ég hafði á Íslandi og þar komu Breiðablik sterkir inn og ég er ánægður að vera kominn heim," sagði Viktor Karl sem segir gæðin í sænsku B-deildinni hafa komið sér á óvart.

„Sérstaklega þessi topp 4-5 lið, Helsinborg, Falkenberg og þessi lið sem fóru upp sérstaklega eru mjög sterk. Það sem kom mér líka á óvart var árangurinn sem við náðum. Við fengum nokkra nýja leikmenn og unnum fullt af leikjum. Ég myndi segja að level-ið i deildinni sé mjög fínt og svipað og ég var að spila í, í B-deildinni í Hollandi."

Viktor segir það ekki hafa verið flókið að ákveða að fara til Breiðabliks.

„Eftir að ég mætti á æfingu hjá Breiðablik þá var þetta aldrei spurning. Ég fann að andrúmsloftið var gott og menn tóku vel á móti manni.

Viktor er fæddur árið 1997 en hann er uppalinn í Breiðablik. Hann var einungis sextán ára þegar hann fór til AZ Alkmaar en þar lék hann með unglingaliðum félagsins í fimm ár.

„Þetta var frábær tími og ég lærði gríðarlega mikið. Þetta er góður skóli og mikill agi og maður lærir helling á því. Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan tíma."

„Ég vil klárlega spila á sem hæsta leveli og ég stefni á að fara aftur út. Hvort sem það verður eftir sumarið eða seinna það verður að koma í ljós. Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni með Breiðablik. Markmiðið er að spila á sem hæsta leveli, það er ekki spurning," sagði Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner