Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   fim 13. mars 2025 13:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr skrópaði á æfingu Framara á Marbella
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, skrópaði á æfingu liðsins í gær. Framarar eru í æfingaferð á Marbella á Spáni og missti Alex af æfingu gærdagsins.

„Ég get staðfest að hann mætti ekki á æfingu í gær og það er óásættanlegt," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net.

„Ég kann ekki við að vera með mikið af reglum en ég ætlast til að menn mæti alltaf á æfingar. Við erum búnir að ræða málin hérna innanbúðar, erum búnir að ræða við Alex og taka á þessu. Við höldum bara áfram með lífið, menn fá sína sénsa og þurfa bara að standa sig. Það getur öllum orðið á mistök."

Alex glímir sem stendur við meiðsli á ökkla, hefur verið frá í nokkrar vikur vegna meiðslanna.

Alex er hægri bakvörður sem er 27 ára. Hann hefur verið hjá Fram síðan árið 2010 ef frá er talið tímabilið 2023 þar sem hann var hjá Breiðabliki fyrri hlutann og KA seinni hlutann.
Athugasemdir
banner
banner
banner