Embla Harðardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir út árið 2027.
Embla er Eyjakona í húð og hár en þessi 18 ára gamli leikmaður hefur spilað upp alla yngriflokka félagsins. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2021. Hún lék 13 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar en hún hefur leikið sex leiki í efstu deild.
Embla er Eyjakona í húð og hár en þessi 18 ára gamli leikmaður hefur spilað upp alla yngriflokka félagsins. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2021. Hún lék 13 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar en hún hefur leikið sex leiki í efstu deild.
Þá var hún lykilmaður í U20 liði ÍBV sem vann sér sæti í A-deild síðasta sumar.
ÍBV leikur í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar síðasta sumar.
Athugasemdir