Víkingur fær KA í heimsókn í 2. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Þetta eru liðin sem léku til úrslita í Mjólkurbikarnum í fyrra en þar hafði KA betur.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 0 KA
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings gerir þrjár breytingar á liði sínu frá síðasta leik.
Helgi Guðjónsson, Matthías Vilhjálmsson og Davíð Örn Atlason koma allir inn í byrjunarliðið.
Gylfi Þór Sigurðsson er í leikbanni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn ÍBV. Aron Elís sleit krossband í sama leik. Gunnar Vatnhamar skoraði gegn ÍBV en er utan hóps í dag.
Hallgrímur Jónasson gerir tvær breytingar frá síðasta leik.
Jóan Símun Edmundsson og Guðjón Ernir Hrafnkelsson koma báðir inn í byrjunarliðið. Þeir Dagur Ingi Valsson og Ingimar Torbjörnsson Stöle taka sér sæti á bekknum.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
9. Viðar Örn Kjartansson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Athugasemdir