Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 13. apríl 2025 16:56
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust hjá Alberti - De Gea maður leiksins
David De Gea hefur verið með bestu markvörðum Seríu A á þessu tímabili
David De Gea hefur verið með bestu markvörðum Seríu A á þessu tímabili
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina gerðu markalaus jafntefli við Parma í Seríu A á Ítalíu í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn í byrjunarliði Fiorentina eftir að hafa verið hvíldur á bekknum í Sambandsdeildinni á fimmtudag.

David De Gea, markvörður Fiorentina, hafði í nógu að snúast í leiknum og átti tvær mikilvægar vörslur í fyrri hálfleiknum. Fiorentina sótti aðeins meira í þeim síðari og þá var Zion Suzuki, skotmark Manchester United, vel á verði í markinu.

Amir Richardson kom boltanum í netið fyrir Fiorentina þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir en markið var réttilega dæmd af vegna rangstöðu.

Í uppbótartíma átti De Gea enn einu vörsluna eftir fast skot langt fyrir utan teig. Markalaust jafntefli niðurstaðan og markverðirnir tveir með stórleik.

Báðir fá 8,1 í einkunn á FotMob en De Gea hafði vinninginn og var valinn maður leiksins.

Albert spilaði klukkutíma áður en honum var skipt af velli. Hann fær 6,9 frá FotMob.

Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 53 stig og er farið að fjarlægjast Meistaradeildarbaráttuna.

Fiorentina 0 - 0 Parma

Verona 0 - 0 Genoa
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner
banner