Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fim 13. maí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Octavio biðst afsökunar á tæklingunni - Ætlaði sér ekki að meiða neinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Octavio Paez, leikmaður Leiknis, fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks KA og Leiknis í gær. Octavio kom inn á sem varamaður eftir um 70 mínútna leik.

Rúmum tíu mínútum síðar átti hann mjög ljóta tæklingu á Kára Gautason og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var innan við sekúndu að lyfta upp rauða spjaldinu, svo glórulaus var tæklingin.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, og Arnar Grétarsson, þjálfari KA, voru báðir harðorðir um tæklinguna í viðtölum eftir leik.

Octavio setti í dag inn færslu á Twitter þar sem hann biðst afsökunar á tæklingunni. „Ég vil biðjast afsökunar á því sem gerðist í gær. Vilji minn til að spila var yfirþyrmandi. Það var aldrei vilji minn að meiða andstæðinginn og þrátt fyrir að það hafi ekki gerst þá er ég mjög leiður yfir þessu. Ég er ekki svoleiðis leikmaður og vil ég biðja liðið og stuðningsmenn afsökunar," skrifaði Octavio.

Færsluna og tæklinguna má sjá hér að neðan.




Addi Grétars: Bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm
Siggi Höskulds: Þetta var bara klaufagangur í okkur
Athugasemdir
banner
banner