Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 13. maí 2022 15:05
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur sagður í viðræðum við Lecce
Jón Dagur er 23 ára gamall.
Jón Dagur er 23 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er orðaður við ítalska félagið Lecce en á vefsíðu BT er sagt að umboðsmaður hans hafi fundið með ítalska félaginu.

Lecce komst upp nýlega og leikur í ítölsku A-deildinni á næsta tímabili, Þórir Jóhann Helgason er meðal leikmanna liðsins.

Samningur Jóns Dags við AGF í Danmörku er að renna út og leikmaðurinn er á leið í nýja áskorun.

Samkvæmt BT hafa þýsk og belgísk félög einnig verið að fylgjast með Jóni Degi og dönsku félögin Bröndby, OB og Álaborg sögð hafa áhuga á að fá hann.

Jón Dagur hefur leikið 18 landsleiki fyrir Ísland og skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner