Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stones sneri aftur eftir veikindi - Þurfa á honum að halda
John Stones.
John Stones.
Mynd: Getty Images
John Stones, varnarmaður Manchester City og enska landsliðsins, er búinn að jafna sig af veikindum og var mættur á æfingu enska landsliðsins í morgun.

Hann gat ekki æft í gær þar sem hann lá veikur upp á hótelherbergi.

Stones fór meiddur af velli gegn Íslandi á dögunum og var svo veikur í gær, en enska liðið má ekki við því að missa hann.

Harry Maguire er frá vegna meiðsla og Stones er því algjör lykilmaður í vörn Englands á Evrópumótinu sem er framundan.

England mætir Serbíu í fyrsta leik sínum á EM á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner