Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmaður HK, er á leið í Val samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Sveinn Aron er ekki með KSÍ samning við HK og því þarf Valur ekki að greiða fyrir hann.
Hinn 18 ára gamli Sveinn Aron hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum í Inkasso-deildinni með HK í sumar.
Sveinn Aron skoraði meðal annars mark HK í 1-1 jafntefli gegn Hugin í gærkvöldi með skoti beint úr aukaspyrnu.
Sveinn Aron er mjög efnilegur en hann á að baki leiki með bæði U17 og U19 ára landsliði Íslands.
Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins, hóf meistaraflokksferil sinn með Val á sínum tíma og afi hans, Arnór Guðjohnsen, spilaði með einnig með liðinu á sínum tíma.
Athugasemdir