,,Þetta er hrikalega góð tilfinning. Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma," sagði Viggó Kristjánsson leikmaður Gróttu eftir 4-1 sigur liðsins á Aftureldingu í dag.
Grótta hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð en liðið tryggði sér sæti í 1. deild með sigrinum í dag.
,,Við höfum átt fjóra slaka leiki í röð en loksins sýndum við hvað við getum í dag."
Grótta hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð en liðið tryggði sér sæti í 1. deild með sigrinum í dag.
,,Við höfum átt fjóra slaka leiki í röð en loksins sýndum við hvað við getum í dag."
Hinn tvítugi Viggó ætlar að einbeita sér að handboltanum en þetta var síðasti leikur hans á fótboltaferlinum.
,,Þetta er komið gott í bili. Þó að ég sé ekki gamall þá hef ég verið þónokkuð mörg ár í meistaraflokki."
,,Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum. Ég get sleppt síðustu umferðinni og það er fínt."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir