Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
   lau 13. september 2014 17:03
Gunnar Birgisson
Viggó Kristjáns: Get loksins farið að sleppa fótboltaleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Þetta er hrikalega góð tilfinning. Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma," sagði Viggó Kristjánsson leikmaður Gróttu eftir 4-1 sigur liðsins á Aftureldingu í dag.

Grótta hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð en liðið tryggði sér sæti í 1. deild með sigrinum í dag.

,,Við höfum átt fjóra slaka leiki í röð en loksins sýndum við hvað við getum í dag."

Hinn tvítugi Viggó ætlar að einbeita sér að handboltanum en þetta var síðasti leikur hans á fótboltaferlinum.

,,Þetta er komið gott í bili. Þó að ég sé ekki gamall þá hef ég verið þónokkuð mörg ár í meistaraflokki."

,,Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum. Ég get sleppt síðustu umferðinni og það er fínt."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner