
„Mér fannst við bara allar ótrúlega góðar í dag. Við byrjuðum svolítið svona shaky en svo fundum við bara taktinn eftir því sem leið á," sagði Sveindís eftir 7-0 sigur á Þór/KA á Þórsvellinum í dag.
„Við áttum bara erfitt með að halda boltanum þarna í upphafi. Við fengum líka aðstoð frá Þór/KA í fyrsta markinu. Það gerði eiginlega út af við leikinn þetta fyrsta mark. Við náðum takti eftir það."
Sveindís er nýliði í landsliðinu og tekur þátt í verkefnunum sem framundan eru.
„Ég er bara mjög sátt við það. Ég sátt við kallið og ætla að nýta þetta eins vel og ég get."
Breiðablik er á toppi deildarinnar allavega tímabundið og með frábæra markatölu.
„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum með þetta allt í höndunum. Við þurfum bara að halda áfram. Það kemur smá pása núna þannig við núllstillum okkur bara þar til við byrjum aftur og þá höldum við áfram á sama róli."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir