Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   sun 13. september 2020 17:09
Ester Ósk Árnadóttir
Sveindís: Fannst við ótrúlega góðar í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við bara allar ótrúlega góðar í dag. Við byrjuðum svolítið svona shaky en svo fundum við bara taktinn eftir því sem leið á," sagði Sveindís eftir 7-0 sigur á Þór/KA á Þórsvellinum í dag.

„Við áttum bara erfitt með að halda boltanum þarna í upphafi. Við fengum líka aðstoð frá Þór/KA í fyrsta markinu. Það gerði eiginlega út af við leikinn þetta fyrsta mark. Við náðum takti eftir það."

Sveindís er nýliði í landsliðinu og tekur þátt í verkefnunum sem framundan eru.

„Ég er bara mjög sátt við það. Ég sátt við kallið og ætla að nýta þetta eins vel og ég get."

Breiðablik er á toppi deildarinnar allavega tímabundið og með frábæra markatölu.

„Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Við erum með þetta allt í höndunum. Við þurfum bara að halda áfram. Það kemur smá pása núna þannig við núllstillum okkur bara þar til við byrjum aftur og þá höldum við áfram á sama róli."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner