Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sonur þjálfarans skrifar undir sinn fyrsta samning við Keflavík
Lengjudeildin
Mynd: Keflavík
Keflavík tilkynnti í dag að fjórir af efnilegustu leikmönnum félagsins væru búnir að skrifa undir sína fyrstu samninga við félagið.

Það eru þeir Guðjón Hjörtur Eyjólfsson, Ari Freyr Magnússon, Arnór Atli Aðalbjörnsson og Emil Gauti Haraldsson. Þeir Ari, Arnór og Emil eru fæddir 2009 og Guðjón Hjörtur er fæddur 2010. Allir hafa þeir spilað með 2. og 3. flokki Keflavikur í sumar.

Emil Gauti er sonur Haralds Freys Guðmundssonar sem er þjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík.

„Við erum mjög ánægð að sjá þessa ungu leikmenn taka þetta mikilvæga skref á þeirra knattspyrnuferli. Samningarnir endurspegla þá stefnu sem við viljum taka sem félag, að treysta á og styðja við okkar eigin uppöldu leikmenn. Við trúum því að þeir séu framtíð Keflavíkur og við erum sannfærð um að þeir muni vaxa inn í lykilhlutverk hjá félaginu á komandi árum. Við vonum að þessi áfangi verði þeim hvatning til að halda áfram að leggja hart að sér á æfingum og leiða með góðu fordæmi innan sem utan vallar," sagði Luka Jagacic yfirmaður fótboltamála við undirskrift.

Meistaraflokkur Keflavíkur á smá von um sæti í umspili Lengjudeildarinnar. Liðið þarf að vinna Selfoss á útivelli á laugardag og treysta á að allavega annað hvort ÍR eða HK tapi á sama tíma.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir
banner