Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Heimir komst inn í hausinn á Ronaldo
Ronaldo ræðir við Heimi.
Ronaldo ræðir við Heimi.
Mynd: RTE
Það var hiti við hliðarlínuna þegar Cristiano Ronaldo var rekinn af velli í landsleik Írlands og Portúgals í kvöld. Ronaldo fékk beint rautt í byrjun seinni hálfleiks.

Þegar Ronaldo gekk af velli þá var hann eitthvað ósáttur við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íra, og rifust þeir.

Segja má að Heimir hafi komist inn í hausinn á Ronaldo fyrir leikinn. Heimir talaði um það á fréttamannafundi fyrir leik að Portúgal hefði fengið of mikla virðingu frá dómurunum í fyrri leik liðanna og að Ronaldo væri góður að tala við dómarana og stjórna þeim. Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann kláran náunga.

Svo fékk Ronaldo rauða spjaldið í kvöld en hann átti eitthvað ósagt við Heimi þegar hann gekk af velli.


Athugasemdir
banner
banner
banner