Stórstjarna Portúgals, Cristiano Ronaldo, hvetur stuðningsmenn írska landsliðsins til að baula á sig á morgun er Portúgal mætir Írlandi í undankeppni HM.
Portúgal er einum sigri frá því að tryggja sig inn á HM og vonar Ronaldo að sætið verið tryggt á morgun.
Hann var spurður út í móttökurnar sem hann gæti fengið í Dýflinni en þar hvatti hann Íra til að baula á sig til að taka pressuna af öðrum leikmönnum.
„Áhorfendur munu baula á mig. Ég er vanur því og vona ég svo innilega að þeir geri það því það tekur kannski pressuna af öðrum leikmönnum. Það sem ég vil þó helst er að njóta mín. Það er ekki endilega allt undir þarna, en næstum því af því að við vitum að með sigri þá komumst við á HM. Við viljum klára dæmið,“ sagði Ronaldo.
John O'Shea, fyrrum liðsfélagi Ronaldo hjá Manchester United, er aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá írska landsliðinu, en hann talaði aðeins um samband þeirra og sagðist þá ætla að reyna að haga sér í leiknum.
„Þetta er náungi sem ég spilaði með í svo mörg ár. Samband okkar er mjög gott, en ekki bara við hann heldur líka við annað fólk frá Írlandi. Það eru einhver sambönd og þau eru góð.“
„Ég endurtek samt. Auðvitað vona ég að það bauli enginn á mig á morgun. Það er alltaf sönn ánægja að koma hingað aftur og spila. Ég lofa því að ég mun reyna að vera góður strákur,“ sagði Ronaldo og blikkaði blaðamenn í leiðinni.
Einnig var hann spurður út í ummæli Heimis fyrir leikinn en þar talaði Heimir um leikmenn Portúgals hafi fengið of mikla virðingu í fyrri leiknum. Ronaldo segir Heimir vera að gera þetta til að skapa pressu á dómarateymið.
„Ég held að hann hafi verið að reyna setja pressu á dómarann því hann er mjög klár náungi. Hann veit hvar á að ýta á punktana. Ég hef verið í leiknum svo lengi og veit hvernig þjálfarar hugsa og hvernig þeir búa til eða taka af pressu af leikmönnunum. Þetta er eðlilegt því þeir vita að ef þeir tapa á morgun þá eru þeir úr leik þannig þeir reyna að búa til hluti í kringum leikinn til þess að ná einhverju fram,“ sagði Ronaldo.
Athugasemdir




