Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 13. desember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum landsliðsþjálfari Kína dæmdur í 20 ára fangelsi
Li Tie.
Li Tie.
Mynd: Getty Images
Li Tie, fyrrum landsliðsþjálfari Kína og fyrrum leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi í heimalandi sínu, Kína.

Li Tie er 47 ára gamall og spilaði á sínum tíma 92 landsleiki fyrir Kína. Eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2011, þá fór hann út í þjálfun.

Hans fyrsta þjálfarastarf var hjá Hebei China Fortune og svo þjálfaði hann kínverska landsliðið síðar meir.

Í dómnum segir að hann hafi gefið og þegið mútur á milli 2015 og 2021 og tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einnig fékk hann mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn fram yfir aðra.

Hann er sagður hafa þegið að andvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna á þessum árum í mútur.

Það er mikið vandamál með spillingu í kínverskum íþróttum en Chen Xuyuan, fyrrum formaður fótboltasambandsins í Kína, var fyrir stuttu dæmdur í fangelsi til lífstíðar fyrir slíkt.

Li Tie spilaði með Everton og Sheffield United á Englandi frá 2002 til 2008 en hann þarf að dúsa í fangelsi næstu tvo áratugina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner