Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 14. janúar 2023 09:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Biluð úrslit þegar maður skoðar skýrsluna“
Valur tefldi fram öflugu liði gegn Fjölni en tapaði samt.
Valur tefldi fram öflugu liði gegn Fjölni en tapaði samt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningstímabilið á Íslandi er farið á fulla ferð en Reykjavíkurmótið fór af stað í vikunni. Áhugaverð úrslit urðu á Origo vellinum á Hlíðarenda þar sem Valur tapaði 0-1 fyrir Lengjudeildarliði Fjölnis.

Rætt er um þessi óvæntu úrslit í útvarpsþættinum Fótbolti.net en Valsmenn tefldu fram afskaplega sterku liði á pappírnum með flesta af sínum lykilmönnum.

„Maður myndi nú halda að í fyrsti mótsleik undir stjórn nýs þjálfara og með þetta firnasterka byrjunarlið sem var þarna inná, að það kæmu einhverjir ferskir vindar í fyrsta leik," segir Elvar Geir Magnússon.

„Þetta eru biluð úrslit þegar maður skoðar skýrsluna."

„Fjölnismenn voru að gera einhverjar fimm til sex skiptingar á meðan Valur heldur sínu sterkasta liði inná en tapar samt," segir Tómas Þór Þórðarson og Elvar bætir við:

„Það lyktar af því að það sé ærið verkefni að koma liðinu út úr því fari sem liðið var í á síðasta tímabili."

„Það vantar Frederik Schram og Patrick Pedersen, annars er þetta bara þeirra sterkasta," segir Sæbjrn Steinke.

Hér má sjá skýrslu leiksins en byrjunarlið Vals var þannig skipað: Sveinn Sigurður Jóhannesson (m); Birkir Már Sævarsson, Elfar Freyr Helgason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sigurður Egill Lárusson; Haukur Páll Sigurðsson, Birkir Heimisson, Kristinn Freyr Sigurðsson; Guðmundur Andri Tryggvason, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Aron Jóhannsson.

Farið er yfir fótboltafréttir vikunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem verður á X977 milli 12 og 14 í dag

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner